...London og Feneyjar...
...right... | anton | bókahillan | væntanlegt myndasafn

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Planet Hollywood

Ég í góðum gír á stjörnustað, alveg grandalaus um mikilvægi sætisins sem ég sit í. Stúderið bakgrunninn!

...laugardagur 20. desember...


Buckingham Palace

Höllin er aðeins tilkomumeiri í birtu en myrkri, þó að hún sé ekki ýkja merkileg! Við gengum fram hjá henni kvöldið áður og bjuggumst við meiri hátíðleika. Lífvörðurinn í baksýn fór hamförum í þrammi og bissusveiflu sem mér fannst ansi spaugilegt sjónarspil. Til hvers eru öll þessi látalæti?

...föstudagskvöldið 19. desember...


Airways Hotel

Þegar þessi mynd er tekin erum við nýskriðin inn á fína en hræódýra hótelið okkar í London. Við vorum alveg uppgefin eftir lítin svefn og mikið álag heima, vikurnar á undan - próf, ritgerðir og íbúðarsölu, en ákváðum samt að kanna næturlíf stórborgarinnar og fá okkur einn öllara. Stefnan var tekin á Leicster Square þar sem mest fúttið virtist vera. Bjórinn rann ljúft niður en líkamarnir var þreyttir þannig að við létum skutla okkur heim á þríhjóli. Hjólarinn var Ítali sem hneykslaðist mikið á því að við værum á leið til Feneyja - dýrustu borgar Ítalíu :)

...sunnudagur 20. desember...




Nývöknuð og tilbúin í ævintýri dagsins!

Jazz bar

Komin á barinn að fá okkur einn öllara til að lina fótaþreytu. Við vorum búin að ferðast um London fótgangandi, allan daginn og sopinn var því kærkominn. Á þessum stað sem er við hliðina á millenium hringjekunni, er spilaður live jazz og sörveraður Stella bjór sem uppáhaldsbjórinn minn.

Bókabúð

Jólin komin hjá mér :) - ég sá fullt sem mig langaði í en keypti aðeins eina bók. En mikil var sælan innan um allar þessar óspjölluðu bækur :)

Planet Hollywood

Ein af tveimur myndum sem til eru af okkur saman. Lipur þjónustustúlka krafðist þess að fá að smella af okkur einni. Annars var maturinn mjög góður en umhverfið var aðalatriðið fyrir bíómyndafíkla eins og okkur. Minjar og búningar úr hinum ýmsu stórmyndum prýddu matsalina og við vorum sammála um að sætin okkar væru þau bestu á staðnum, þó Anton væri meira sammála...

British Museum

Við þræddum ranghala safnsis í von um að rekast á múmíur eða steinaldardót en fundum ekkert slíkt. Aftur á móti er þar aragrúi af grískum styttum og ýmiskonar mynt. Þegar við höfðum skoðað nóg og vildum komast út fór safnið að líkjast völundarhúsi og við söknuðum hnykils Aríöðnu. Það tók okkur heilar fjörtíu mínútur að finna útganginn og fögnuðum við ákaft frelsinu. Á myndinni er ég að munnast við asískan postulínsfisk.

Ursula Andress

...við sátum nefnilega við hliðina á hinu fræga bikini Ursulu Andress sem lék hina ofursætu gellu Honey Rider í Dr. No árið 1962. Glöggir nethugar ráku ef til vill augun í myndina af henni í bakgrunninum á þarsíðustu mynd.

xxxxxxxx

Anton, hálfmáni og Stella.

xxxxxxxxx

Þarna erum við að fá okkur að borða á breskri veitingahúsakeðju og auðvitað var pizza í matinn - upphitun fyrir hamborgaraát á Ítalíu! Nei annars, ástæðan er að Anton lifir að mestu á flatbökum og þessi staður virtist ágætur í slíkri matargerð. Ekki skemmdi fyrir að þarna fékst líka Stella!

Airways Hotel

Anton tilbúinn í slaginn.

Street

Anton á götunni sem hótelið okkar stendur við. Þarna voru hótelin í runum enda aðeins spölkorn á Victoria lestastöðina.


15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

32

33

34

35

36

37

38

39

40

41

42

43

44

45

46

47

48

49

50

51

52

53

54

55

56

57

58

59

60

61

62

63

64

65

66

67

68

69

70

71

72

73

74

75

76

77

78

79

80

81

82

83

84

85

86

87

88

þriðjudagur, janúar 06, 2004

þæöðHjördís Stefánsdóttir

Hjördís Stefánsdóttir þæöðíéæræ

föstudagskvöldið 19. desember


...Airways Hotel...

Þegar þessi mynd er tekin erum við nýskriðin inn á fína en hræódýra hótelið okkar í London. Við vorum alveg uppgefin eftir lítin svefn og mikið álag heima, vikurnar á undan - próf, ritgerðir og íbúðarsölu, en ákváðum samt að kanna næturlíf stórborgarinnar og fá okkur einn öllara. Stefnan var tekin á Leicster Square þar sem mest fúttið virtist vera. Bjórinn rann ljúft niður en líkamarnir var þreyttir þannig að við létum skutla okkur heim á þríhjóli. Hjólarinn var Ítali sem hneykslaðist mikið á því að við værum á leið til Feneyja - dýrustu borgar Ítalíu :)

maystar designs maystar designs maystar * designs

This page is powered by Blogger. Why isn't yours?